Áherslur stjórnenda árangursríkra fyrirtækja og hugmyndafræði þjónandi forystu

  • Hjálmarsdóttir S
  • Gunnarsdóttir S
N/ACitations
Citations of this article
7Readers
Mendeley users who have this article in their library.

Abstract

Síðustu árin hefur orðið viðhorfsbreyting til forystu og stjórnunar í takt við nýjar rannsóknir um að aukið vægi leiðsagnar, jafningjabrags og sameiginlegrar framtíðarsýnar geti skilað betri árangri gagnvart starfsfólki og fyrirtækinu í heild samanborið við fyrirskipanir með áherslu á völd fárra. Fáar rannsóknir fjalla um hvaða þættir einkenni fyrirtæki sem ná góðum árangri en meðal kannana á þessu sviði er könnun Verzlunarmannafélags Reykjavíkur (VR) um fyrirtæki ársins. Þjónandi forysta byggir á sjálfstæði starfsfólks, skýrri framtíðarsýn, ábyrgðarskyldu, hlustun og stuðningi stjórnenda. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna áherslur stjórnenda og leiðtoga hjá fyrirtækjum sem eru í hópi fyrirtækja sem endurtekið hafa fengið viðurkenninguna „fyrirmyndarfyrirtæki“ hjá VR. Jafnframt er markmiðið að kanna hvort og þá hvernig áherslur þeirra endurspegli hugmyndafræði þjónandi forystu. Framkvæmd var eigindleg rannsókn og tekin viðtöl við sjö stjórnendur Fyrirmyndarfyrirtækja VR til að varpa ljósi á mikilvægar áherslur leiðtoga fyrir árangur fyrirtækjanna. Greind voru lykilatriði í stjórnun og forystu viðmælenda og dregnar fram áherslur sem skipta máli fyrir árangur fyrirtækjanna og koma fram í þremur þemum. Fyrsta þemað er stjórnun sem stuðningur og samspil ólíkra hlutverka, annað þemað er hagur starfsmanna og jafningjatengsl leiðtoga og starfsmanna og þriðja þemað er framtíðarsýn og virk upplýsingagjöf. Niðurstöður rannsóknarinnar eru í takt við niðurstöður nýrra rannsókna um mikilvæga þætti leiðtoga sem tengjast árangri og ánægju starfsfólks. Þá sýna niðurstöður að áhersluþættir í stjórnun viðmælenda eru í takt við megineinkenni hugmyndafræði þjónandi forystu og styðja fyrri rannsóknir um tengsl þjónandi forystu við starfsánægju og árangur skipulagsheilda. Rannsóknarniðurstöður gefa áhugaverða innsýn í áherslur stjórnenda sem náð hafa sérstökum árangri og hvernig þær endurspegla hugmyndafræði þjónandi forystu. Rannsóknin er framlag til þekkingar á sviði þjónandi forystu og hefur hagnýtt gildi fyrir fyrirtæki, stjórnendur og starfsmenn.Current attitudes towards leadership and management are in line with new research about how increased focus on coaching, culture of equals and common foresight can lead to better outcomes for staff and business in general when compared to focus on giving orders and the power of few. Limited research is available on characteristics of successful companies but among surveys in this field is the survey conducted by labor union Verzlunarmannafélag Reykjavíkur (VR) about Company of the year. Servant leadership builds on freedom of staff members, clear vision and accountability and focus on listening and support of managers. The goal of this study is to investigate the emphasis of managers and leaders of companies which are among campanies that have repeatedly received recognition as an “exemplary company” by VR. Also, the goal was to investigate if and how their emphasis reflects the philosophy of servant leadership. A qualitative study was conducted by interviewing seven managers of VR´s exemplary companies to shed light on important management elements for success of the company. Key elements of respondents’ management and leadership were analyzed and elements important for the success of their companies reflected in three themes. The first theme is management as support and the balance of different roles, the second theme is staff interests and relationship of equals between leaders and staff and the third theme is foresight and active flow of information. Findings are in line with previous research about important leadership qualities linked to job satisfaction and success. Study findings also show that the management emphasis of participants reflect important elements of the philosophy of servant leadership and support previous research about the link between servant leadership, job satisfaction and business success. The findings provide interesting insight into qualities of successful managers and how they reflect servant leadership. The research contributes to knowledge in the field of servant leadership and has practical value for companies, management and staff.

Cite

CITATION STYLE

APA

Hjálmarsdóttir, S., & Gunnarsdóttir, S. (2018). Áherslur stjórnenda árangursríkra fyrirtækja og hugmyndafræði þjónandi forystu. Tímarit Um Viðskipti Og Efnahagsmál, 15(2), 115–132. https://doi.org/10.24122/tve.a.2018.15.2.7

Register to see more suggestions

Mendeley helps you to discover research relevant for your work.

Already have an account?

Save time finding and organizing research with Mendeley

Sign up for free